Skilmálar

Með því að leggja inn pöntun hjá Noord.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Upplýsingar

Vefverslunin Noord.is er rekin af Noord dutch design ehf., kt. 490518-0610, VSK nr. 131458. Hægt er að hafa samband á netfangið noord@noord.is

Greiðsla

Við bjóðum upp á fjóra greiðslumöguleika: Greiðsla með kreditkorti, debetkorti, Netgíró eða millifærslu.

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgun, Noord dutch design fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.

Netgíró býður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, ef þú ert ekki með aðgang þá er hægt er að nýskrá sig. Þegar þú greiðir með Netgíró þarf aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Þú færð reikning á heimabankann sem þarf að greiða innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 24 mánuði.

Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning Noord dutch design ehf. innan 24 klst. frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma er pöntunin ógild. Reikningsnúmer er 0370-26-490518 og kt. er 490518-0610.

Afhendingartími

Er 1-3 virkir dagar eftir að gengið hefur verið frá greiðslu fyrir vöruna. Hægt er að sækja vöruna til okkar hingað í Kópavoginn sé þess óskað (sendið okkur póst á noord@noord.is í þeim tilfellum). Velji kaupandi að fá vöru senda mun hún koma með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Noord dutch design ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni eða týnist frá því að hún er send frá Noord.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 
Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum okkar hér á heimasíðunni.

  • 24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði.

Ábyrgð

Allir skartgripir frá Ellen Beekmans, eru með 6 mánaða ábyrgð frá framleiðanda, gildir frá kaupum þeirra. Athugið að ábyrgðin næ ekki til:

  • Tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu eða venjulegu sliti sem verður til við notkun og eða sökum aldurs skartgripsins
  • Sólarljós getur haft áhrif á lit nátturusteina
  • Ilmvatn getur haft áhrif á lit og lögun málmsins
  • Vatn og raki getur haft áhrif á lit málmsins
  • Málmurinn getur breytt um lit vegna PH gildis húðarinnar
  • Steinar geta brotnað við fall

Ef skemmd eða galla má ekki rekja til neins af ofangreindu þá getur þú sent okkur skartgripinn til viðgerðar, þér að kostnaðarlausu. Hafðu samt samband við okkur áður til að við getum metið hvort að viðgerðarskilmálarnir eigi við. Að 6 mánuðum liðnum frá kaupum á skartgripnum verður gjald tekið fyrir viðgerðina. 

Fyrirvari

Noord.is áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar um verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Noord.is áskilur sér rétt til að hætta við pöntun komi í ljós að varan var vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt. Þurfi að panta vöruna er honum boðið að hinkra eftir að ný sending berst.

Persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Noord.is mun ekki í neinum tilfellum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna, nemi svo beri skylda gagnvart lögum.

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skipt sé hún óskemmd, ónotuð og í upprunalegum umbúðum og greiðslukvittun fylgir með. Tilkynna skal um vöruskil með tölvupósti til noord@noord.is. Boðið er upp á vöruskipti. Ef óskað er eftir endurgreiðslu er hún gerð á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Aðeins upprunalegur greiðandi getur fengið endurgreitt. Athugið kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Noord.is Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt. 

Séu liðnir meira en 14 dagar frá kaupum þá endurgreiðum við ekki skilavöru, þá er aðeins hægt að skipta yfir í inneignarnótu. Vörur með skiptimiða (gjafir) er hægt að skila innan þess skilafrests sem gefinn er upp á skiptimiða og þá boðið upp á vöruskipti, ekki endurgreiðslu.