Um meðferð skartgripa frá Ellen Beekmans

  • Varist raka og bleytu. Takið skartgripina af ykkur áður en farið er í sund, líkamsræktina eða gufubaðið.
  • Steinar geta breytt um lit í sól.
  • Við mælum með því að ilmvatn og krem sé borið fyrst á húðina og leyft að þorna áður en skartgripirnir eru settir á. 
  • Haldið ilmvatni og hárspreyi frá skartgripunum. Best að enda á að setja á sig skartið þegar förðun og hárgreiðsla er tilbúin. 
  • Þegar skartgripirnir eru ekki í notkun er best að geyma þá á dimmum og rakalausum stað. Notið silfurklút til að fægja silfurskartgripi.
  • Farið vel með skartið, viðkvæmir steinar geta brotnað við fall.