Um okkur

Netverslunin Noord.is er rekin af Noord dutch design ehf. Noord.is býður upp á hollenska gæðahönnun frá hollenskum hönnuðum og fyrirtækjum. Meðal vara eru  handsmíðaðir skartgripi frá hollenska hönnuðinum Ellen Beekmans, herra armbönd frá Pig & Hen og fallegar leður - og rúskinnstöskur frá Buyalex.

Skartgripalína Ellen Beekmans er stílhrein, fáguð og kvenleg, fallegir eðalsteinar setja mark sitt á línuna. 

Armbönd Pig & Hen sækja innblástur sinn í siglingar og sjómennskuna. Þau eru handofin úr níðsterku bandi, þannig að þau eru sterkari en stál og endast lífstíð.

Töskur Buyalex henta fyrir öll tilefni, ferðlagið, vinnuna eða í veisluna.

Markmið Noord.is er að bjóða upp á fallega hönnun frá Hollandi. Noord.is leggur áherslu á að bjóða upp á hágæða hönnun, ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu.

Noord.is er staðsett í Kópavogi en sendir pantanir hvert á land sem er.

Við vonum að þú njótir varanna okkar. Ekki hika við að hafa samband á noord@noord.is eða í gegnum 'Hafa samband' valmyndina hér til hliðar ef einhverjar spurningar vakna.

Noord dutch design ehf.